Íslenskir unglingar reykja minna en jafnaldrar þeirra innan OECD ríkja

Í nýútkominni skýrslu OECD þar sem finna má fróðleik og tölfræði um ýmsa þætti sem varðar meðal annars ástand í heilbrigðismálum OECD ríkja má sjá að íslenskir unglingar koma betur út hvað varðar lífsstíl en jafnaldrar þeirra innan OECD. Þar kemur meðal annars fram að íslenskir unglingar reykja minna en unglingar í samanburðarlöndunum og þar kemur einnig fram að þeir borði að meðaltali meira grænmeti að staðaldri. Þá má sjá að þó að áfengisneysla íslendinga hafi aukist, hafi á sama tíma áfengisneysla 15 ára unglinga dregist saman. Athygli vekur hve mikill munur er á fjölda þeirra ungmenna sem reykja hér á landi í samanburði við önnur OECD ríki en hér á landi reykja 3% unglinga 1 sinni í viku á meðan 12% unglinga reykja 1 sinni í viku í öðrum OECD ríkjum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila