Ítalir hóta Evrópusambandinu aðgerðum vegna flóttamannavandans

Ítölsk yfirvöld hafa látið í það skína að þau ætli sér að láta yfir 200.000 flóttamenn hafa vegabréf og senda þá til annara ESB ríkja þar sem Evrópusambandið hafi ekki staðið sig í að aðstoða landið vegna vandans. Að mati yfirvalda á Ítalíu virki ekki það kerfi sem Evrópusambandið hefur sett upp og sambandið geri lítið sem ekkert til að bregðast við vandanum, því muni ítölsk yfirvöld leysa málin sjálf. Þá hefur Paolo Gentiloni forsætisráðherra landsins áður gagnrýnt önnur lönd Evrópu og sagt þau ekki taka á móti þeim fjölda sem þeim hefur verið ætlað að taka við.

Athugasemdir

athugasemdir