Jarðskjálfti á Reykjanesskaganum

Snarpur jarðskjálfti varð um fimm kílómetra suðvestur af Geirfugladrangi um hádegisbil í dag. Skjálftinn fannst víða á Suðurnesjum en hann var af stærðinni 3,9. Þá urðu tveir jarðskjálftar í morgun í miðri öskju Kötlu en þeir voru af stærðinni 3,0 og 3,1, en í kjölfarið fylgdu tugir minni eftirskjálfta. Jarðvísindamenn hafa undanfarin ár vaktað Kötlu sérstaklega enda er almennt talið að hún hafi á undanförnum árum verið að búa sig undir gos og því hafa jarðvísindamenn varann á.

Athugasemdir

athugasemdir