Jón Þór varaði forsetann við því að staðfesta lögin um skipun dómara við Landsrétt

Jón Þór Ólafsson.

Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata varaði Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands við því að staðfesta lögin um dómarana við Landsrétt áður en Guðni skrifaði undir lögin árið 2017. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Jón segir að hann hafi haft samband símleiðis við forsetann þar sem hann varaði hann við en svo virðist sem Guðni hafi haft varnaðarorð Jóns að engu og því sé nú svo komið að dómskerfið sé í uppnámi “ hann virðist bara hafa treyst þeim upplýsingum sem hann hefur fengið frá þinginu, ráðherra og embættismönnum og bara skrifað undir þettaán þess að kanna þetta nánar„,segir Jón. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila