Jörð skelfur í Bárðarbungu

Þrír jarðskjálftar mældust um sjöleytið í morgun skammt suðaustan við Bárðarbungu. Sá fyrsti mældist 7,9, skömmu síðar reið annar minni skjálfti yfir og rétt um átta mínútur yfir sjö reið stærsti skjálftinn yfir og mældist hann 3,9. Jarðvísindamenn hafa allt frá gosinu í Bárðarbungu um árið verið með sérstaka vöktun á svæðinu en ekki er talið að skjálftarnir í morgun séu endilega fyrirboði stærri atburða, þó sé ekkert hægt að útiloka í þeim efnum og því ástæða til að fylgjast með svæðinu enn um sinn.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila