Kalda stríðinu lokið

Kalda stríðinu er lokið og samskipti Rússlands og Bandaríkjanna fara stöðugt batnandi. Þetta var meðal þess sem fram kom á sögulegum fundi Vladimir Putin forseta Rússlands og Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem fram fór í Helsinki í Finnlandi í dag. Þá kom fram í máli leiðtoganna að þeir hefðu náð sátt um að stöðva hernað í Sýrlandi og taka flóttamannavandann föstum tökum. Í síðdegisútvarpinu í dag fóru þau Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson yfir stöðu mála og greindu frá því sem hæst bar á fundinum, þá var einnig rætt við Guðmund Franklín Jónsson í þættinum en þar ræddi hann meðal annars þá yfirlýsingu Vladimir Putin sem fram kom á fundinum að Hillary Clinton hafi fengið þegið fjögurhundruð milljónir dollara af rússnesku þýfi og nýtt það í kosningabaráttu sinni. Hlusta má á fréttaskýringuna í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila