Kallar eftir því að embættismenn innan barnaverndarkerfisins axli ábyrgð

Inga Sæland formaður og þingmaður Flokks fólksins.

Æðstu embættismenn innan barnaverndarkerfisins eiga að axla ábyrgð vegna þeirra hneykslismála sem upp hafa komið innan þess að undanförnu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ingu Sæland formanns og þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Inga segir að sem dæmi megi nefna mál barnaverndarstarfsmanns sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi beitt fjölda barna kynferðisofbeldi “ þetta er ófyrirgefanlegt mál, að ekkert hafi verið aðhafst í langan tíma, þeir sem hæst sitja í þessum málum ættu auðvitað að axla ábyrgð og segja af sér„,segir Inga.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila