Kannast ekki við að til séu siðareglur dómara

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari.

Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segist ekki kannast við að til séu siðareglur íslenskra dómara og því komi sú fullyrðing Skúla Magnússonar formanns Dómarafélags Íslands að Jón hafi brotið slíkar reglur nokkuð á óvart. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Steinars í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón segist á hinn bóginn velta fyrir sér hvaða áhrif yfirlýsingar fomannssins muni hafa á dómara í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar gegn Jóni ” það má velta því fyrir sér hvort að með þessu sé verið að leggja línurnar fyrir dómarana“,segir Jón. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila