Karlmaður áfram í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til manndráps

Karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps með því að þrengja að öndunarvegi fyrrverandi sambýliskonu sinnar mun sæta áframhaldandi gæsluvarðhalda samkvæmt úrskurði Landsréttar. Lögreglunni hefur ekki enn tekist að komast að því hver maðurinn er í raun, en maðurinn sem búsettur hefur verið á Íslandi undanfarin sex ár er talinn hafa villt á sér heimildir allan þann tíma. Samkvæmt niðurstöðu réttarmeinafræðings bendir allt til þess að áverkar sem konan bar eftir árásina séu til komnir vegna þess að hún hafi verið tekin öflugu taki um háls, svokölluðu kyrkingartaki með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund, og að litlu hefði mátt muna að illa færi, enda hafi verið beitt miklu afli við takið. Lögreglan vinnur enn að því að komast að því hver maðurinn er, en hann er grunaður um að hafa gefið yfirvöldum rangar upplýsingar um sig þegar hann flutti til landsins.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila