Karlmaður í haldi grunaður um tilraun til manndráps

Rúmlega tvítugur karlmaður af erlendu bergi brotinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um tilraun til manndráps. Maðurinn er grunaður um að hafa á aðfaranótt sunnudags þrengt að hálsi fyrrverandi unnustu með þeim afleiðingum að hún missti meðvitund. Þegar konan komst til meðvitundar var maðurinn flúinn af vettvangi og fór konan út á götu og hrópaði á hjálp. Nágrannar konunnar heyrðu óp konunnar og komu henni til aðstoðar og kölluðu til lögreglu. Maðurinn var handtekinn skömmu síðar og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15.desember næstkomandi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila