Kirkjan á ekki að vera sveigjanleg

Séra Tímur Zolotuskiy prestur Rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar

Helsti vandi íslensku þjóðkirkjunnar er sá að í stað þess að vera í leiðandi hlutverki keppist menn innan hennar að móta kirkjuna að almenningsáliti nútímans. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli séra Timur Zolotuskiy, prests rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á íslandi í síðdegisútvarpinu á föstudag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Timur segir að þessar áherslur kirkjunnar hafi veikt stöðu hennar mikið “ það er bara þannig að kirkjan mótar ekki guð, heldur er það guð sem á að móta kirkjuna, svo stefna kirkjunnar að fara í vinsældakeppni gagnvart almenningsálitinu er mjög röng” segir Timur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila