Kjartan verður pólitískur ráðgjafi Eyþórs

Kjartan Magnússon hefur tekið að sér að vera ráðgjafi Eyþórs Arnalds.

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hefur tekið að sér að vera pólitískur ráðgjafi Eyþórs Arrnalds borgarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda komandi borgarstjórnarkosninga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Í tilkynningunni segir jafnframt að verði Eyþór borgarstjóri að kosningum loknum muni Kjartan taka að sér starfs aðstoðarmanns borgarstjóra. Jafnframt segir í tilkynningunni að Kjartan hafi um árabil verið borgarfulltrúi flokksins og fáir þekki betur til málefna borgarinnar en Kjartan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila