Kolefniskvótinn er fórnarkostnaður ferðaþjónustunnar

Páll Gíslason framkvæmdastjóri Fannborgar og formaður Verkfræðingafélags Íslands.

Það að kaupa þurfi kolefniskvóta er ákveðinn fórnarkostnaður þess að ferðaþjónusta hefur farið hratt vaxandi síðustu ár. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Páls Gíslasonar formanns Verkfræðingafélags Íslands, formanns Fannborgar og ferðafrömuðar í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Páll bendir á að með auknum fólksflutningum sé meiri losun kolefnis óhjákvæmilegur fylgifiskur „og þar með verðum við að kaupa meiri kvóta, þetta gerir það að verkum að það er ennþá mikilvægara að koma því áfram að fara að rafbílavæða af fullri hörku„,segir Páll.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila