Kona dæmd fyrir að ljúga nauðgun upp á mann í nafni Me too byltingarinnar

Sænsk kona var í vikunni dæmd af sænskum dómstólum til greiðslu sektar fyrir rangar sakargiftir, en konan hafði greint frá því að ákveðinn maður hefði nauðgað henni, og lét upplýsingar fylgja færslunni sem bentu til þess hver maðurinn væri. Konan bar fyrir dómi að hún hefði orðið fyrir áhrifum af Me too byltingarinnar og því búið til þá sögu að umræddur maður hefði nauðgað henni. Konan sagðist iðrast gjörða sinna og því þótti sekt vera hæfileg refsing, en í dómnum kom fram að auðvelt væri að hrífast með straumnum og taka órökréttar ákvarðanir sem leiddu til slíks verknaðar. Samkvæmt sænskum fjölmiðlum er mál konunnar ekki eina málið sem upp hefur komið sem varðar rangar sakargiftir þar sem vísað er til Me too byltingarinnar, og er búist við talsverðum fjölda slíkra mála í náinni framtíð.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila