Krefjast jafnra kynjahlutfalla í nýrri ríkisstjórn

stjornarradid21Kvenréttindafélag Íslands hefur ítrekað kröfur sínar til þeirra þingmanna sem hafa það hlutverk að mynda næstu ríkisstjórn að tryggja jöfn kynjahlutföll innan nýrrar ríkisstjórnar. Í áskoruninni segir meðal annars “ Kvenréttindafélagið hvetur enn fremur alla flokka á Alþingi að gæta þess að tilnefna konur og karla til jafns í nefndir og ráð og að tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og ráðum. Kynjajafnrétti er grundvöllur hagsældar og velferðar og án valdeflingar og þátttöku kvenna á opinberum vettvangi er ekki hægt að uppfylla markmið Sameinuðu þjóðanna um frið, jafnrétti og lýðræði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila