Kristján Þór Júlíusson nýr mennta- og menningarmálaráðherra

kristjanthorKristján Þór Júlíusson tók við af Illuga Gunnarssyni sem var mennta- og menningarmálaráðherra frá maí 2013.
Kristján Þór Júlíusson, fyrsti þingmaður Norðausturkjördæmis, kom til starfa í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í dag en hann tekur við embætti af Illuga Gunnarssyni, sem var mennta- og menningarmálaráðherra frá 23. maí 2013.

Kristján Þór er fæddur á Dalvík 15. júlí 1957. Hann var bæjarstjóri Dalvíkur 1986-1994, bæjarstjóri Ísafjarðar 1994-1997 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 2007. Á Alþingi hefur hann setið í fjárlaganefnd 2007-2013, iðnaðarnefnd 2007-2009, umhverfisnefnd 2009-2011. Árin 2007-2009 sat hann í Íslandsdeild Norðurlandaráðs og í Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál árin 2009-2013.
Kristján Þór var heilbrigðisráðherra frá 23. maí 2013 – 11. janúar 2017.

Eiginkona Kristjáns er Guðbjörg Baldvinsdóttir Ringsted myndlistarmaður og eiga þau fjögur börn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila