Láta reyna á lögmæti ákvæða í lögum um almannatryggingar

Á morgun fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur aðalmeðferð í prófmáli Sigríðar Sæland Jónsdóttur gegn Tryggingastofnun, en það er Flokkur fólksins sem fer fyrir málaferlunum. Fram kemur í tilkynningu frá Flokki fólksins að málið megi rekja til þess að þann 1. janúar 2017 tóku gildi breytingar á lögum um almannatryggingar. Breytingarnar felldu úr gildi heimildina til að skerða greiðslur Tryggingastofnunar til eldri borgara vegna áunninna réttinda þeirra úr lífeyrissjóði. en skerðingin nemur 2,5 milljörðum króna á mánuði. Þá segir í tilkynningunni “ að Tryggingastofnun hafi hinsvegar ákveðið hins vegar að hunsa gildandi lög með því að greiða ekki samkvæmt þeim, heldur lét Velferðarráðuneytið vita af málinu í lok janúar 2017. Þá virðist hafa farið í gang mikill feluleikur hjá stjórnvöldum til að breiða yfir það sem þau töldu mistök. Síðan samþykkti Alþingi afturvirkar breytingar á almannatryggingalögunum þar sem alls fimm milljarða réttindi ellilífeyrisþega fyrir mánuðina janúar og febrúar 2017 voru afnumin.  Komið hefur fram að það var Velferðaráðuneytið sem samdi frumvarpið sem sviptir eldri borgara áunnum réttindum þeirra afturvirkt. Þannig varð það að þessi réttindi sem breytingar á lögunum veittu eldri borgurum voru aldrei greiddar út á meðan verið var að breyta lögunum afturvirkt og freista þess með því móti, að greiða þeim aldrei þennan áunna rétt.
Í lok tilkynningarinnar segir að með málarekstrinum sé verið að láta reyna á lögmæti þeirra afturvirku breytinga sem gerðar voru á áðurnefndum lögunum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila