Leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingar takist ríkisstjórninni ekki að klára málið

sigmundur 004Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra boðar að þingflokkur Framsóknar muni leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar ef sýnt er að ríkisstjórninni takist ekki að klára málið á kjörtímabilinu. Þetta kom fram í máli Sigmundar í síðdegisútvarpinu í dag en Sigmundur var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Hann segir ljóst að ríkisstjórnin verði að taka á verðtryggingunni „ það er augljóst að ríkisstjórnin verður að taka á þessum verðtryggingarmálum af alvöru og takist þeim ekki að klára málið algjörlega á kjörtímabilinu þá þarf hún að minnsta kosti að vera búin að stíga það stórt skref að það verði ekki aftur snúið og að það muni klárast í framhaldinu, þannig að ef það stefnir ekki í það að ríkisstjórnin klári það þá held ég að þingflokkur Framsóknarmanna, og ég mun taka þátt í því og er alveg reiðubúinn að vera fyrst flutningsmaður þess, muni leggja fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar„,segir Sigmundur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila