Leggur fram frumvarp til að tryggja hagsmuni ríkisins í Arionmálinu

Smári McCarthy þingmaður Pírata.

Smári McCarthy þingmaður Pírata hyggst leggja fram frumvarp sem tryggir að hagsmunir ríkisins í kjölfar sölunnar á Arionbanka verði tryggðir. Að sögn Smára sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag miðar frumvarpið að því að koma í veg fyrir að hægt verði að greiða út arð í öðru en peningum, enda séu fordæmi fyrir því að þegar arður er greiddur út í öðru, t,d eignum eins og hlutabréfum fyrirtækjum sé hægt að komast hjá því að greiða til ríkisins “það þarf ekki annað en að banna fjármálafyrirtækjum að greiða út arð í öðru en peningum í uppgjörsmyntinni sem þeir eru með, það þarf ekki annað til og ég er búinn að leggja dreifa þingskjali um þetta, ég bauð fólki úr öllum þingflokkum að vera með og ég fékk meðflutningsmenn úr Samfylkingunni, Flokki fólksins og Miðflokknum og það er mögulegt að það bætist fleiri við“,segir Smári.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila