Lilja sendir samúðarkveðjur til Ítalíu og býður fram aðstoð íslenskra stjórnvalda

liljaalfredsLilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, sendi í morgun samúðarkveðjur til Paolo Gentiloni, utanríkisráðherra Ítalíu, og ítölsku þjóðarinnar allrar vegna þess mikla mannfalls og þeirrar gríðarlegu eyðileggingar sem jarðskjálftinn í gær olli. Í tilkynningunni frá Lilju hét hún því að íslensk stjórnvöld væru reiðubúin að veita Ítölum aðstoð á þessum erfiðu tímum. Á þriðja hundrað manns hafa fundist látnir eftir jarðskjálftann og þá er ljóst að hundruðir slösuðust. Þau þorp sem liggja næst upptökum skjálftans eru nánast rústir einar og vinna björgunarmenn hörðum höndum að því að grafa fólk upp úr rústum húsa á áhrifasvæði skjálftans.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila