Listi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ekki nógu spennandi fyrir kjósendur

Björn Jón Bragason sagnfræðingur og lögfræðingur.

Sá listi sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík býður kjósendum upp á fyrir komandi borgarstjórnarkosningar er ekki nógu spennandi fyrir kjósendur til þess að þeir telji flokkinn álitlegan kost á kjördag. Þetta er mat Björns Jóns Bragasonar sagnfræðings og lögfræðings en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag. Björn bendir á að mikill fjöldi þeirra sem skipa listann séu óþekkt andlit og kjósendur eigi því erfitt með að átta sig á hvað þeir standi fyrir. Þá segir Björn að hann hafi verið afar undrandi á þessari uppstillingu kjörnefndar flokksins. Viðtalið við Björn Jón er hægt að hlusta á í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila