Lögmaður Færeyja þakkar íslendingum hlýhug

aksel2Aksel V. Johannessen lögmaður Færeyja er þakklátur íslendingum fyrir þann hlýhug sem þeir hafa sýnt í verki með söfnun fjár í þeim tilgangi að bæta það tjón sem varð í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar um jóli. Í bréfi sínu til Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra þar sem lögmaðurinn óskar Bjarna til hamingju með nýja ríkisstjórn notar lögmaðurinn tækifærið til þess að koma þökkum til íslendinga en í bréfinu segir Aksel meðal annars“ Fyrir hönd færeyskra stjórnvalda og allra Færeyinga langar mig til að nota tækifærið og senda hjartans þakkir til Íslendinga sem af eigin frumkvæði buðu Færeyingum aðstoð þegar fárviðrið herjaði á landið um jólin. Það hreyfir við manni að upplifa slíka umhyggju frá okkar íslensku vinum„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila