Lögreglan litlu nær um hvarf Birnu Brjánsdóttur

myndfundurLögreglan er litlu nær um hvarf Birnu Brjánsdóttur sem ekkert hefur spurst til síðan á aðfararnótt laugardags. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögreglan hélt nú síðdegis. Þó kom á fundinum að öruggt sé að slökkt hafi verið á síma Birnu af mannavöldum en hann hafi ekki orðið batteríslaus. Þá segir lögregla að mikið kapp sé lagt á að ná tali af ökumanni Kia Rio bifreiðar sem var ekið við Laugaveg 31 á sama tíma og Birna var þar stödd. Lögreglan greindi frá því að í dag hafi björgunarsveitir leitað í um 300 metra radíus við Laugaveg og kom á framfæri þeirri ósk að íbúar í miðbænum aðgæti hvort þeir verði varir við einhverjar vísbendingar um hvort Birna hafi verið á ferð í þeirra nærumhverfi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila