Lögreglumenn á Akureyri segja undirmönnun ógna almannaöryggi

Á aðalfundi Lögreglufélags Eyjafjarðar sem haldinn var á dögunum lýstu lögreglumenn í umdæminu yfir þungum áhyggjum af undimönnun sem þeir hafa þurft að búa við um langa hríð. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum segir að staðan sé grafalvarleg og nú sé svo komið að undirmönnun ógni öryggi almennings, auk þess sé mikill skortur á menntuðum lögreglumönnum “fjölga þarf stöðugildum og menntuðum lögreglumönnum í lögreglunni á starfssvæði LSNE og fjölga að nýju sérsveitarmönnum með starfsstöð á Akureyri. Telur fundurinn þetta eitt mesta forgangsmál í málefnum lögreglunnar í dag“,segir í ályktuninni.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila