Lögreglumenn íhuguðu að ganga í lið með mótmælendum í búsáhaldabyltingunni

snorri91Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir að lögreglumenn hafi margsinnis íhugað það í búsáhaldabyltingunni að ganga í lið með mótmælendum. Þetta kom fram í máli Snorra í morgunútvarpinu í vikunni en Snorri var þar gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Snorri bendir á í þessu sambandi að lögreglumenn hafi verið og séu í nákvæmlegu sömu stöðu og þeir sem komu til þess að mótmæla því ástandi sem hafði skapast á þeim tíma „ ég ræddi við mjög marga þarna á þessum dögum sem ég var þarna við vinnu og eftir þessi samtöl þá áttaði fólk sig auðvitað á fyrst og fremst hlutverki lögreglu í þessu og þeirri einföldu staðreynd að lögreglan og lögreglumenn eru ekkert annað en íslendingar og ekkert annað en það fólk sem býr hér og byggir þetta land, við erum að bítast um sömu brauðmolana og allir aðrir og erum með okkar skuldir vegna húsnæðiskaupa og annað„,segir Snorri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila