Lýðræðið að molna niður í Evrópu

Hallur Hallsson fréttamaður og sagnfræðingur.

Þöggun meginstraumsmiðla og gagnrýnisleysi gagnvart kvennakúgun innan islam er látið óátalið vegna þess að lýðræðið er að molna niður í Evrópu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halls Hallssonar fréttamanns og sagnfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Hallur bendir á að merkin um hnignun lýðræðisins séu einnig víða og í hinum ýmsu myndum “ við sjáum hvað er að gerast á Spáni og Katalóníu þar sem yfirvöld hafa farið fram með þvílíku offorsi að annað eins hefur varla sést, svo sjáum við einnig ofríki Evrópusambandsins blandast inn í innanlandsmál í löndum innan ESB„,segir Hallur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila