Lýsa yfir fullum stuðningi við kennara

oldutunsskoliStjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla í Hafnarfirði hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna kjaradeilu grunnskólakennara þar sem félagið lýsir yfir fullum stuðningi við kröfur kennara. Í tilkynningunni segir meðal annars „ Stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla vekur athygli á að grunnskólakennarar hafa dregist verulega aftur úr í launum og kjör þeirra eru í engu samræmi við menntun eða ábyrgð í starfi„. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsinguna í heild.

 

Yfirlýsing frá Foreldrafélagi Öldutúnsskóla

Stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla lýsir yfir fullum stuðningi við grunnskólakennara í yfirstandandi kjarabaráttu þeirra. Stjórn félagsins skorar á samninganefnd launanefndar sveitarfélaga að ganga nú þegar til samninga við Félag grunnskólakennara. Stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla vekur athygli á að grunnskólakennarar hafa dregist verulega aftur úr í launum og kjör þeirra eru í engu samræmi við menntun eða ábyrgð í starfi. Grunnskólakennarar vinna mikilvægt starf við uppeldi barna og unglinga og bendir stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla á að samninganefnd launanefndar sveitarfélaga hefur nú gullið tækifæri til að sýna í nýjum kjarasamningi að þetta starf sé metið að verðleikum.
Hafnarfirði 28. nóvember 2016
Stjórn Foreldrafélags Öldutúnsskóla
Sigríður Ólafsdóttir, formaður
Anna Lára Sveinbjörnsdóttir
Inga Erlingsdóttir
Ingibjörg Gunnarsdóttir
Ingvar Kristinn Guðnason
Nikulás Sigfússon
Snorri Sigurðsson
Snædís Ögn Flosadóttir
Þórður Ingi Bjarnason
Þröstur Emilsson

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila