Macron hefur ekki tekist að sefa reiði mótmælenda

Emmanuel Macron forseta Frakklands hefur ekki tekist að sefa reiði mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Einars Más Jónssonar söguprófessors í Sorbonne í þættinum Annað Ísland í dag. Einar benti á að þó Macron hefði gripið til ákveðinna aðgerða til þess að reyna að sefa reiðina hefði kröfu mótmælenda um að bæta lífskjör og minnka bil á milli ríkra og fátækra og því sé ekki ólíklegt að mótmælin sem fram hafa farið undanfarnar helgar verði haldið áfram um næstu helgi. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila