Málefni pólskra innflytjenda í brennidepli

Pólskir innflytjendur á Íslandi skipta þúsundum og hafa þeir verið áberandi meðal erlendraþjóða á íslenskum vinnumarkaði um nokkurt skeið. Í þættinum Annað Ísland í dag var fjallað um málefni pólskra innflytjenda á Íslandi, en þar greindu nokkrir úr þeirra hópi frá því hvernig þeir sjá Ísland og íslensku þjóðina frá sínu sjórnarhorni og hvernig upplifun þeirra af landinu okkar sé. Þá var einnig rætt við pólverja sem búsettir eru í póllandi og sögðu þeir hlustendum frá lífi sínu og starfi þar. Meðal viðmælenda Gunnars Smára Egilssonar og Sigurjóns M. Egilssonar voru  Robert Nowak veiðimaður,   Donata Honkowicz-Bukowska frá Félagi Ungra pólverja, Pavel Bartoszek fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og Anna  Wojtynska mannfræðingur. Hlusta má á báða hluta þáttarins í spilurunum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila