Margir franskir mótmælendur örkumla eftir aðfarir óeirðalögreglu

Talsverður fjöldi mótmælenda sem kenna sig við gulu vestin eru örkumla eftir að hafa verið skotnir með svökölluðum flash sprengjum í höfuð í mótmælunum undanfarnar vikur. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Annað Ísland í dag en þar ræddi Gunnar Smári Egilsson við hina ýmsu viðmælendur í sem búsettir eru í Evrópu, þar á meðal í Frakklandi. Meðal viðmælenda var Einar Már Jónsson sagnfræðingur sem segir lögreglu ekki fara að þeim fyrirmælum að skjóta ekki sprengjunum í höfuð mótmælenda. Hann segir afleiðingarnar hrikalegar en meðal annars hefur fólk misst augu vegna slíkra skota, auk þess sem einhverjir hafa að auki misst útlimi vegna þeirra. Þá segir Einar að ekki sé útlit fyrir að mótmælunum muni linna í bráð og þær ráðstafanir sem Macron forseti hafi gripið til dugi einfaldlega ekki til þess að sefa reiði almennings. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila