Marokkósamningur Sameinuðu þjóðanna ógn við frelsi fjölmiðla

Í nýjum samningi Sameinuðu þjóðanna um flóttafólk sem undirritaður verður í Marokkó næskomandi mánudag er ákvæði rækilega falið sem veitir stjórnvöldum rétt til þess að loka fjölmiðlum fyrirvaralaust setji þeir fram gagnrýni á samninginn eftir að hann verður samþykktur. Þetta kom fram í samtali Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í símatímanum í dag. Í samtalinu kom fram að úr utanríkisráðuneytinu berist þær upplýsingar að ekki sé búist við öðru en að samningurinn verði samþykktur af hálfu Íslands og þar með muni þau lög sem íslensk yfirvöld setja eftirleiðis miðast við samninginn. Hlusta má á samtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila