„Megum ekki slaka á forvörum þó vel gangi“

Aðalsteinn Gunnarsson framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi.

Það er engin ástæða til þess að slaka á forvörnum gegn áfengisneyslu þó vel gangi í þeim efnum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Aðalsteins Gunnarssonar framkvæmdastjóra IOGT á Íslandi í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Aðalsteinn bendir á að mjög vel hafi gengið með forvarnarstarf sem beint sé að ungmennum en alltaf megi gera betur “ það er líka mikilvægt að byggja upp félagslíf sem miðar að vímulausum lífstíl því þetta er félagslegt líka, við höfum verið með mjög öflugt félagslíf í áraraðir og höldum því áfram, dansinn hefur til dæmis verið mjög öflug forvörn frá upphafi má segja„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila