Meirihluti borgarstjórnar vísaði frá tillögu um aukafjárveitingu til SÁÁ

Meirihluti borgarstjórnar hefur vísað frá tillögu Sjálfstæðisflokksins um aukafjárveitingu til SÁÁ upp á 140 milljónir króna. Samkvæmt tillögunni áttu fjármunirnir að nýtast til þess að draga úr skorti á stuðningi við ákveðna hópa með fíknivanda en fjármagna átti tillöguna með niðurskurði í miðlægri stjórnsýslu. Egill Þór Jónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að frávísun tillögunnar valdi vonbrigðum ” Það gríðarleg vonbrigði að tillögunni hafi verið vísað frá enda ávinningurinn sem felst í samstarfi við SÁÁ augljós. Margar fjölskyldur og einstaklingar eru í mjög erfiðri stöðu og upplifa oft skilnings- og úrræðaleysi þegar kemur að áfengis og vímuefnavanda. Þess vegna lagði ég m.a. til að stórefla forvarnir og markvissan stuðning við aðstandendur,”,segir Egill.

Mikill ávinningur að fólk haldi virkni í samfélaginu

Egill bendir á að mjög mikill ávinningur sé falinn í því að fólk geti átt kost á aðstoð sem leiði til þess að það geti fótað sig á ný eftir að hafa nýtt meðferðarúrræði ” Gríðarlegur samfélagslegur ávinningur er að fólk haldi virkni í samfélaginu en sá ávinningur er oft á tíðum vanmetin. Meðal þess sem kemur fram í meistararitgerð Ara Matthíassonar frá árinu 2010 um þjóðhagslega byrgði áfengis- og vímuefnanotkunar er að þjóðhagslegur kostnaður vegna þessa vanda sé 46-49 milljarðar króna á verðlagi ársins 2008,“ segir Egill og bætir við: „Ef þær fjárhæðir eru færðar yfir á verðlag dagsins í dag eru þetta í kringum 75 – 80 milljarðar. Þannig ætti fjárhagslegur ávinningur að vera hverjum manni augljós“segir Egill.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila