Mikið annríki hjá björgunarsveitum

Mikið hefur verið að gera hjá björgunarsveitum landsins vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Verkefni björgunarsveita hafa verið afar fjölbreytt það sem af er degi en þó er meirihluti tilkynninga sem borist hafa vegna muna sem ekki hafa verið nægilega vel festir niður áður en veðrið skall á. Til að mynda fauk heitur pottur af svölum í Kópavogi og hafnaði á leiksvæði skammt frá með þeim afleiðingum að hann brotnaði í spón. Þá hafa nokkur útköll borist vegna þakplatna sem hafa tekið að losna. Veðrið er tekið að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila