Mikil hækkun á orkuverði íþyngir grænmetisbændum

Miklar hækkanir á orkuverði eru farnar að íþyngja grænmetisbændum verulega á sama tíma og mengandi stóriðjur fá verulega afslætti og niðurgreiðslur. Margir grænmetisbændur hafa því þurft að endurskoða reksturinn og hagræða eins og þeir geta en ljóst er að sumir þeirra geta ekki hagrætt meira en þeir hafa gert nú þegar og neyðast til að leggja niður rekstur eða slökkva á raflýsingu þegar skammdegið er mest. Grænmetisbændur segjast langþreyttir á háu orkuverði en hækkun sem kom til framkvæmda í ársbyrjun hafi verið kornið sem fyllti mælinn, enda sé afkoma þeirra háð uppskerunni og uppskeran byggist á raflýsingunni. Bændur hafa miklar áhyggjur af þróuninni enda ljóst að ef bú munu hætta rekstri kalli það á meiri innflutning á grænmeti sem sé óhagkvæmt fyrir þjóðarbúið auk þess sem það skilji eftir sig mikið kolefnisspor.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila