Mikilvægt að fá öll skjöl um söluna á Arionbanka upp á borðið

Sigmundur Davið Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.

Það er gríðarlega mikilvægt að öll skjöl varðandi söluna á Arionbanka séu uppi á borðinu og verði opinber. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Sigmundur segir mikilvægi þess að birta öll gögn varði ekki eingöngu söluna á Arion “ heldur er þetta gríðarlega mikilvægt fyrir fjármálakerfið í heild sinni til framtíðar„,segir Sigmundur. Þá bendir Sigmundur á að það sé ekki síður mikilvægt að gögnin séu opinber sökum þess hversu flókið mál salan sé “ þetta er mjög flókið og því er almenningur ekki mikið inni í þessu máli og þekkir það lítið„. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila