Mikilvægt að gefa af sér gleði

Elfar Logi Hannesson leikari.

Gleði getur smitað frá sér til annara og virkar eins og fjölvítamín fyrir sál og líkama. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Elfars Loga Hannessonar leikara í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag. Elfar Logi sem þekktastur er fyrir túlkun sína í leikþætti hans um Gísla á Uppsölum segir að þegar hann takist á við krefjandi verkefni sé það lykilatriði að hafa gleðina með í för “ þannig ganga verkefnin bara betur, það er ekkert flóknara en það, og það hefur áhrif á þá sem starfa með þér líka“,segir Elfar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila