Mikilvægt að skerpa á stefnunni í málefnum flóttamanna

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Það er mikilvægt að skerpa á stefnu Íslands í málefnum flóttafólks og setja það skýrt fram hvað yfirvöld ætla sér í málaflokknum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur bendir á að með því að hafa ekki stefnuna nægilega skýra komi upp vandamál “ það sem hefur verið vandamál er til dæmis að það hafa verið send hérna út röng skilaboð til fólks sem er að leita sér að bættum lífskjörum án þess að vera endilega að flýja hörmungar og stríðsástand og það er verið að taka fyrir það með þeim aðgerðum sem dómsmálaráðherra hefur boðað, svo varðandi málefni kvótaflóttamanna þá er auðvitað líka nauðsynlegt að skerpa á stefnunn í þeim efnum„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila