Mikilvægt að taka aðvörunum lögreglu um alþjóðlega glæpastarfsemi alvarlega

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins.

Mikilvægt er að taka þeim aðvörunum sem fram koma í greiningarskýrslu ríkislögreglustjóra um starfsemi erlendra glæpahópa hér á landi alvarlega og bregðast við. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í gær en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Ólafur segir skilaboðin í greiningarskýrslunni vera skýr “ það liggur bara fyrir að þessi skýrsla felur í sér mjög alvarlega viðvörun, og þessi skýrsla er um glæpahópa, suma hverja með erlend tengsl sem gera út á þetta móttökukerfi umsækjenda um alþjóðlega vernd„,segir Ólafur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila