Mikilvægt að vera meðvitaður um einkenni heilabilunar

Berglind Berghreinsdóttir.

Það er mikilvægt að almenningur sé meðvitaður um einkenni heilabilunar svo hægt sé að grípa snemma inn í leiki grunur á að þeir sem standi okkur nærri séu með slík einkenni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Berglindar Berghreinsdóttur í þætti Markúsar Þórhallssonar í dag en faðir Berglindar greindist með heilabilun. Berglind segir mikilvægt að vera meðvitaður um einkenni sjúkdómsins “ til dæmis er eðlilegt að gleyma hvar maður setur bíllyklana sína en það ætti að vekja upp spurningar ef viðkomandi er til dæmis búinn að gleyma hvort hann eigi bíl eða hafi ökuréttindi, annað dæmi má nefna, það er tíminn, það er eðlilegt að vita ekki hvað klukkan er en óeðlilegt ef viðkomandi viti ekki hvaða árstíð er„. Þá segir Berglind að bæta þurfi úr hvernig tekið sé á málum heilabilaðra í heilbrigðiskerfinu, til dæmis þegar kemur að því að finna pláss fyrir viðkomandi í þeirri þjónustu sem þeir eigi rétt á “ fólk upplifir sig sem að það sé týnt í kerfinu„,segir Berglind. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila