Mjög brýnt að leysa vanda leigjenda sem fyrst

Hólmsteinn A. Brekkan framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda.

Mjög liggur á að bæta ástandið á leigumarkaði svo leigjendur geti búið með sómasamlegum hætti og þurfi ekki að eyða stærstum hluta launa sinna í leigu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hólmsteins A. Brekkan framkvæmdastjóra Samtaka leigjenda í þætti Markúsar Þórhallssonar. Hólmsteinn segir ástandið hafa versnað til muna þegar stóru leigufélögin sem hafa einokað markaðinn tóku til starfa ” þegar þú getur einokað markaðinn og hækkað verðið þá auðvitað gerir þú það, það er einhvern vegin eðli viðskipta, það gilda engar reglur hvað það varðar, það er neyðarástand hérna og ekki síst á húsnæðismarkaði“,segir Hólmsteinn.

 

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila