Myndefnið sem sýnt var í Kastljósi rúmlega ársgamalt

sigurborgdadadottirMyndefnið sem sýnt var í Kastljósi í umfjöllun þess um fyrirtækið Brúnegg var rúmlega ársgamalt og eru aðstæður hænsna hjá Brúneggjum allt aðrar í dag. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur. Sigurborg segir að fólk þurfi að gæta að því að draga ekki rangar ályktanir út frá þeim myndum sem sýndar voru í Kastljósi „það er allt annað ástand á búinu núna en var þá, fólk má ekki setja samansem merki um að þetta sé staðan á búinu í dag„,segir Sigurborg.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila