Nauðsynlegt að horfa á heildarmyndina við stefnumótun í landbúnaðarmálum

Lárus Lárusson oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður.

Nauðsynlegt er að horfa heildstætt og til framtíðar þegar kemur að stefnumótun í málefnum landbúnaðarins. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Lárusar Lárussonar oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavík Norður í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Lárus segir að að hans skoðun sé sú að landsmenn hljóti að vilja sjá umhverfsvænan og vel rekinn landbúnað, en fara þurfi varlega þegar kemur að samkeppnishliðinni „ ég viðurkenni það að þó ég sé mjög fylgjandi frjálsri samkeppni að þá óttast ég þau áhrif sem hún geti haft á landbúnaðinn því við erum hér með tiltölulega lítinn og viðkvæman landbúnað og ég vil ekki sjá hann breytast í einhverja verksmiðjuframleiðslu á kjöti„,segir Lárus.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila