Netníð er andlegt ofbeldi sem hefur alvarlegar afleiðingar

Óttar Guðmundsson geðlæknir.

Netníðingar sem beita netníði gagnvart öðrum á netinu eru að beita andlegu ofbeldi sem getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér. Þetta var meðal þess sem fram kom í viðtali Arnþrúðar Karlsdóttur við Óttar Guðmundsson geðlækni í september á síðasta ári en að undanförnu hefur Útvarpi Sögu borist mikill fjöldi áskoranna um að endurflytja viðtalið. Í viðtalinu ræddi Óttar netníð og netníðinga og hvaða afleiðingar netofbeldi getur haft á þá sem fyrir því verða “ auðvitað er þetta andlegt ofbeldi þegar svífvirðingarnar hreinlega dynja á fólki, nafnlausar svífvirðingar sem oft á tíðum eru viðhafðar af afskaplega litlu tilefni„, segir Óttar. Óttar segist sjálfur hafa orðið fyrir slíku ofbeldi vegna greinarskrifa “ þá koma netníðingarnir og segja að ég sé elliær og jafnvel geðveikur, fyrir það eitt að segja skoðanir mínar á einhverju málefni„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila