Norðfjarðargöng formlega opnuð á laugardag

Norðfjarðargöng verða formlega opnuð á laugardaginn kl. 13:30 við hátíðlega athöfn. Jón Gunnarsson samgönguráðherra mun eins og venja er við slíkar athafnir klippa á borða með aðstoð vegamálastjóra Hreins Haraldssonar og með því opna göngin. Að lokinni athöfninni við gangamunnann Eskifjarðarmegin verður ekið í gegnum göngin í Dalahöllina í Fannardal í Norðfirði þar sem öllum viðstöddum verður boðið til kaffisamsætis. Auk þess mun Fjarðabyggð standa fyrir ýmsum uppákomum í tengslum við opnunina næstu daga.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila