Nútíma vinnubrögð ekki viðhöfð í skipulagsmálum borgarinnar

Gestur Ólafsson arkitekt og skipulagsfræðingur.

Skortur á nútíma vinnubrögðum og faglegum sjónarmiðum einkennir skipulagsmál borgarinnar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gests Ólafssonar arkitekts og skipulagsfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gestur bendir á að sátt þurfi að vera um skipulagið í borginni og því væri æskilegt að almenningur kæmi fram með sín sjónarmið, tillit væri tekið til þeirra sjónarmiða og fagaðilar fengnir til að útfæra hugmyndir “ það þarf að koma með umbætur í þessum efnum, efla nútímaleg vinnubrögð og ekki síst fá inn fagleg sjónarmið og faglega ábyrgð„,segir Gestur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila