Nýjar línur dregnar í sandinn með hryðjuverkinu í Manchester

Dr. Ólafur Ísleifsson.

Nýjar línur hafa verið dregnar í sandinn með hryðjuverkinu í Manchester þar sem augljóst er að árásin beindist gegn börnum og ungu fólki. Þetta segir Dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í gær. Ólafur bendir á að yngsta fórnarlamb árásarinnar Saffie Rose átta ára sýni fram á að enginn virðist undanskilinn þeirri skelfilegu hugmyndafræði að þeir sem ekki aðhyllast trúarhugmyndum öfga íslamista séu réttdræpir “ þessi stúlka er ekki einhver tölfræði, hún er barn sem er fórnarlamb manns sem var undir einhvers konar sefjunaráhrifum ákveðinnar hugmyndafræði, og þetta er einhver hugmyndafræði sem að virðist lúta að því að það fólk sem ekki á þessari trúarskoðun sé réttdræpt„,segir Ólafur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila