Nýr búnaður gefur góða raun í baráttunni við laxalús

Sérstakur hreinsibúnaður sem ætlaður er til þess að vinna á laxalús hjá fiskeldisfyrirtækjum er sagður skila 100% árangri, og þar með draga úr þeim fjárhagslega skaða sem lúsin veldur. Nýji búnaðurinn sem kemur frá breska fyrirtækinu Benchmark er nokkuð fyrirferðarmikill en hefur gefið það góða raun að fyrirtækið áætlar að geta selt innan skamms tíma fjölmörgum fiskeldisfyrirtækjum slíkan búnað. Um er að ræða lúsahreinsunarbúnað sem keyrður er samhliða vatnshreinsibúnaði sem síar út lirfur laxalúsarinnar. Fiskurinn sem á að hreinsa er settur í sérstakt ker þar sem hann er hreinsaður af lúsinni og svo er vatnið í kerinu síað til þess að koma í veg fyrir að fiskurinn smitist á ný. Þegar ferlinu er lokið er fisknum haldið í öðru keri þar til öruggt er talið að setja hann saman við fiska í öðrum kerjum.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila