Nýr vefur Þjóðskjalasafns veitir almenningi aukið aðgengi að skjalasöfnum

Í tilefni af fullveldisafmælinu var á dögunum opnaður nýr vefur á vegum Þjóðskjalasafns Íslands, www.heimildir.is. Fram kemur í tilkynningu að átak hefi verið gert í starfrænni afritun á vegum safnsins og á þessum nýja vef eru nú aðgengileg þúsundir forvitnilegra skjala – alls um 2300 skjalabækur þar sem meðal annars má fletta í manntölum, vesturfaraskrám, skiptabókum, fasteigna- og jarðamati og dómabókum. Með þessum hætti veitir Þjóðskjalasafnið landsmönnum, og öðrum áhugasömum, nýjan og aukinn aðgang að eftirsóttum heimildum í vörslu safnsins. Skrárnar sem um ræðir ná allt frá árinu 1828 og sem fyrr segir eru um 2300 skjalabækur þegar komnar inn í grunninn.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila