Ógnaði starfsmanni Landspítalans með sprautunál

loggubillLögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að Landspítalanum við Hringbraut í morgun vegna manns sem hafði komist inn á eina af deildum spítalans þar sem hann hafði í hótunum við starfsmann. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hótaði maðurinn, sem skömmu áður hafði slegið öryggisvörð í andlitið að stinga starfsmanninn með sprautunál ef hann léti ekki manninn hafa lyf. Maðurinn sem er góðkunningi lögreglunnar var handtekinn og fluttur í fangageymslu en hann verður yfirheyrður síðar í dag.

Athugasemdir

athugasemdir